Fótbolti

Sigríður Theódóra tryggði Íslandi farseðilinn á EM

Hjörvar Ólafsson skrifar
Leikmenn íslenska liðsins fagna sætinu í lokakeppni EM. 
Leikmenn íslenska liðsins fagna sætinu í lokakeppni EM.  Mynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann frábæran 2-1 sigur þegar liðið mættir Svíþjóð í milliriðli í undankeppni EM 2023. Íslenska liðið er þar af landið með fullt hús stiga á toppi riðilsins fyrir lokaumferðina. Ísland mætir þar Úkraínu á þriðjudag.

Það var Snædís María Jörundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, sem kom Íslandi yfir á áttundu mínútu leiksins. Svíar jöfnuðu metin í upphafi seinni hálfleiks og útlit var fyrir jafntefli. 

Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, sem er á láni hjá Selfossi frá uppeldisfélaginu sínu, Val, tryggði íslenska liðinu hins vegar sigurinn og toppsætið í riðlinum með sigurmarki á lokaandartökum leiksins. 

Ísland, sem hefur nú haft betur í níu leikjum í röð, lagði Dani að velli í fyrstu umferðinni og mætir svo  Úkraínu í lokaumferðinni á þriðjudaginn kemur. 

Þar sem innbyrðis viðureignir gilda verði lið jöfn að stigum er ljóst að Ísland er búið að tryggja sér farseðilinn á lokakeppni Evrópumótsins sem fram er í Belgíu dagana 18. - 30. júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×