Fótbolti

Aron Einar spilaði lungann úr leiknum í bikarsigri

Hjörvar Ólafsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi á tímabilinu. 
Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi á tímabilinu.  Vísir/Getty

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, spilaði fyrstu 85 mínúturnar inni á miðsvæðinu hjá Al Arabi þegar liðið bar sigurorð af Muaither í átta liða úrslitum Emír-bikarsins í Katar í kvöld. 

Aron Einar og samherjar hans hjá Al Arabi mæta annað hvort Al Duhail eða Al Sailiya í undanúrslitum keppninnar í lok apríl. 

Al Arabi hefur átta sinnum borið sigur úr býtum í Emír-bikarnum en langt er síðan það gerðist síðast. Það var árið 1993 sem Al Arabi lyfti bikarnum síðast í þessari keppni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×