Hlutum gefið framhaldslíf í garðsölu í Hlíðunum Magnús Jochum Pálsson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. júlí 2023 20:55 Marjatta Ísberg selur einband sem hún litar úr hinum ýmsu jurtum sem hún finnur í nágrenninu. Vísir/Dúi Íbúar í Hlíðahverfi í Reykjavík nýttu veðurblíðuna og gáfu notuðum hlutum framhaldslíf á hverfismarkaði þar sem kenndi ýmissa grasa. Skipuleggjandinn vonast til að viðburðurinn verði haldinn árlega hér eftir. Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira
Þetta er í fyrsta sinn sem Hlíðarbúar halda viðburðinn og segir skipuleggjandi garðsölunnar íbúa hafa tekið vel í hugmyndina. „Mér datt þetta í hug núna í vor, því mig vantaði að losa mig aðeins við draslið hjá mér, að athuga hvort það væri stemming fyrir því að hafa sameiginlegan garðsöludag hérna í Hlíðunum. Það voru rosa góðar undirtektir þannig við kýldum á þetta,“ sagði Anna Helga Guðmundsdóttir, skipuleggjandi markaðarins. Vonir standi til að viðburðurinn verði árlegur en íbúar í hverfinu gátu svo sannarlega gert góð kaup í dag. Salan fjármagni GoKart eða utanlandsferð Það kenndi svo sannarlega ýmissa grasa á garsölunni hjá hinum tíu ára Hannesi Tryggva Hilmarssyni og var hann bjartsýnn á að losna við allt dótið, með einum eða öðrum hætti. Hann ætlaði að nýta peninginn sem safnaðist í GoKart eða í utanlandsferð á óþekktar slóðir. Hannes var vongóður um að allt dótið færi í dag hvort sem það yrði selt eða gefið.Vísir/Dúi „Við erum að selja föt á fimmtíu prósent afslætti, dót, spjöld og alls konar,“ sagði Hannes. Fyrir hverju ertu að safna? „Við erum að safna fyrir gokart eða ferðalagi,“ sagði hann. Og hvert langar þig að fara? „Ég er ekki viss,“ sagði hann þá. „Við erum eiginlega meira að gefa en að selja,“ sagði Hannes að lokum, bjartsýnn um að losna við sem flest dót á garðsölunni. Litar með avókadóhýðum, njóla og öðru illgresi Hin finnska Marjatta Ísberg, sem hefur búið meirihluta ævi sinnar hér á landi, var með heldur forvitnilegar vörur til sölu. „Ég er að selja einband og svo lita ég það með íslenskum jurtum sem ég tíni hér í nágrenninu,“ sagði Marjatta í samtali við fréttastofu. „Ég nota aðallega jurtir sem eru hér úti um allt og helst eins og illgresi,“ sagði hún en þar á meðal voru bönd lituð með njólablöðum, súrufræjum, grenikönglum og avókadóhýðum af því fjölskylda hennar borðaði svo mikið af avókadó. Marjatta litar einband með alls konar skemmtilegum jurtum og selur það.Vísir/Dúi
Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Sjá meira