Sport

Í langt bann fyrir rasísk um­mæli um eftir­mann Óskars Hrafns

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn norska félagsins Haugesund sýndu þjálfaranum stuðning á táknrænan hátt.
Leikmenn norska félagsins Haugesund sýndu þjálfaranum stuðning á táknrænan hátt. @FKHaugesund

Stuðningsmaður norska félagsins Haugesund má ekki mæta á völlinn í næstu 35 leikjum félagsins eftir að hafa orðið uppvís að hafa notað rasísk ummæli um þjálfara liðsins.

Sancheev Manoharan tók við liði Haugesund þegar Óskar Hrafn Þorvaldsson hætti óvænt á dögunum.

Stuðningsmaðurinn lét þessi rasísku ummæli falla í í hlaðvarpsætti.

Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu í morgun þar sem kom fram að stuðningsmaðurinn væri kominn i þetta langa bann.

Stuðningsmaðurinn líkti þjálfara liðsins við teiknimyndapersónu sem er ólöglegur innflytjandi.

„Hann Apu, nýi þjálfarinn okkar, er ekki með neitt plan. Allavega ekki sem ég kem auga á," sagði viðkomandi í hlaðvarpinu og vísar þar í indverska búðareigandann Apu í sjónvarpsþáttunum The Simpsons fjölskylduna.

„Þetta er sjokkerandi. Það er á okkar ábyrgð að stöðva svona og þessa vegna er við hæfi að við tökum hart á þessu," sagði Manoharan sjálfur við TV2.

Manoharan var aðstoðarmaður Óskars Hrafns en tók við liðinu þegar Óskar hætti eftir aðeins sex leiki. Haugesund hefur spilað fjóra leiki undir hans stjórn, unnið tvo, gert eitt jafntefli og tapað einum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×