Ögmundur

Lögreglumenn fylgja ráðherrunum Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni þegar þeir yfirgáfu ríkisstjórnarfund í stjórnarráðinu í morgun. Ráðherrar á Íslandi eru alla jafna ekki í fylgd lífvarða, en þó hafa komið upp tímabil þar sem talin hefur verið þörf á því. Skemmst er að minnast þess að lífverðir fylgdu Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hvert fótmál eftir að bankakerfið hrundi haustið 2008. Ekki hefur verið gefið upp hvers vegna þörf var talin á lífvörðum fyrir Steingrím og Ögmund nú, en Vísir hefur fyrir því heimildir að hús Ögmundar sé vaktað. Þá eru einungis fáeinir mánuðir síðan grjóti var hent inn um glugga á heimili Ögmundar.

1703
00:52

Vinsælt í flokknum Fréttir