Körfubolti

Fréttamynd

Jón Arnór og félagar komnir í sumarfrí

Real Madrid er komið áfram í úrslitaeinvígið um spænska meistaratitilinn í körfuknattleik eftir fínan sigur, 77-63, á CAI Zaragoza í þriðja leik liðanna. Real Madrid gerði sér því lítið fyrir og sópaði Jóni Arnóri Stefánssyni og félögum í CAI Zaragoza í sumarfrí.

Körfubolti
Fréttamynd

Real Madrid þarf að skrika fótur

José Abós, þjálfari Jóns Arnórs Stefánssonar og félaga CAI Zaragoza, segir að Real Madrid megi ekki spila af fullri getu ætli lið sitt að eiga möguleika í þriðja leik liðanna í Zaragoza í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór: Erum að spila gegn ómennskum leikmönnum

Jón Arnór Stefánsson, leikmaður CAI Zaragoza, verður í eldlínunni gegn Real Madrid í undanúrslitum spænsku úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik á morgun en Real Madrid vann fyrstu tvo leikina og leiðir því einvígið 2-0. Það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki fer áfram í úrslitaeinvígið.

Körfubolti
Fréttamynd

Jovan og Lára kveðja Garðabæinn

Karla- og kvennalið Stjörnunnar hafa misst sterka leikmenn úr liðum sínum. Stjörnuparið Jovan Zdravevski og Lára Flosadóttir eru á leið til Svíþjóðar og verða ekki með liðum sínum á næstu leiktíð.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjáðu stelpurnar spila um gullið

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu frá leik Íslands og Lúxemborgar um gull í körfubolta kvenna á Smáþjóðaleikunum á vef leikanna. Leikurinn hefst klukkan 12.

Körfubolti
Fréttamynd

Ísland marði Andorra

Karlalandslið Íslands í körfubolta vann nauman sigur á Andorra í þriðja leik sínum á Smáþjóðaleikunum í dag.

Körfubolti
Fréttamynd

Vinir fyrir lífstíð í Zaragoza

Jón Arnór Stefánsson og félagar í CAI Zaragoza mæta stórliði Real Madrid í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum efstu deildar spænska körfuboltans í kvöld. Jón Arnór og félagar ætla að njóta augnabliksins.

Körfubolti
Fréttamynd

Magnús bætti metið hans Herberts

Magnús Þór Gunnarsson skoraði fimm þriggja stiga körfur í 41 stigs sigri Íslands á San Marínó í gær, 94-53, en þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Hann bætti með þessu met Herbert Arnarsonar og er orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur á Smáþjóðaleikum.

Körfubolti
Fréttamynd

Það var allt brjálað í höllinni

"Þetta var yndislegt kvöld í alla staði. Þetta var hörkuleikur. Við vorum góðir frá byrjun og sterkari í lokin. Maður hafði einhvern veginn alltaf trú á því að við myndum taka þetta," sagði sigurreifur Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi í kvöld.

Körfubolti