Körfubolti

Fréttamynd

Sex þjóðir komnar áfram í milliriðla á EM í körfu

Evrópumeistarar Spánar eru eitt af sex liðum sem eru komin áfram í milliriðla á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir í Litháen. Hinar þjóðirnar sem eru komnar áfram eru Frakkland, Serbía, Þýskaland, Rússland og Slóvenía en allar þessar sex þjóðir nema Þýskaland hafa unnið alla fjóra leiki sína í keppninni til þessa.

Körfubolti
Fréttamynd

Spánn, Þýskaland og Frakkland á sigurbraut á EM í körfu

Spánn, Þýskaland og Frakkaland héldu áfram sigurgöngu sinni á EM í körfubolta í Litháen en annar leikdagur mótsins fór fram í dag. Serbía, Grikkland, Rússland, Slóvenía og Litháen hafa líka unnið tvo fyrstu leiki sína en liðin spila í fjórum sex liða riðlum.

Körfubolti
Fréttamynd

Jón Arnór vann Hauk Helga í æfingaleik

Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson mættust í fyrsta sinn á Spáni í gærkvöldi þegar lið þeirra CAI Zaragoza og Manresa spiluðu æfingaleik á heimavelli Manresa. Zaragoza, lið Jóns Arnórs, hafði betur 75-63 eftir að hafa unnið fjórða leikhlutann 28-9. Liðin eru að undirbúa sig fyrir ACB-deildina sem hefst eftir sex vikur.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi hjálpar liðinu á mörgum stöðum

Jón Arnór Stefánsson verður ekki eini Íslendingurinn í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í vetur því hinn nítján ára gamli Haukur Helgi Pálsson er búinn að semja við Assignia Manresa í Katalóníu. Jón Arnór samdi á dögunum við CAI Zaragoza.

Körfubolti
Fréttamynd

Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu

Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Nowitzki verður með Þjóðverjum á EM

Dirk Nowitzki ætlar að spila með þýska landsliðinu á Evrópumótinu í sumar en Ólympíusæti eru undir á mótinu. "Fríið er búið að vera stutt hjá mér en ég vil hjálpa þessu unga þýska liði að komast á Ólympíuleikana," sagði Nowitzki sem vann NBA-meistaratitilinn með Dallas í ár.

Körfubolti
Fréttamynd

Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin

Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob Örn samdi við Sundsvall á ný

Jakob Örn Sigurðarson hefur samið við sænska meistaraliðið Sundsvall til eins árs en hann var lykilmaður liðsins á síðustu leiktíð. Jakob hefur leikið með sænska liðinu undanfarin tvö tímabil en Hlynur Bæringsson varð meistari með liðinu á sínu fyrsta tímabili.

Körfubolti
Fréttamynd

Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur

Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob valinn besti leikmaður sænsku deildarinnar

Jakob Örn Sigurðarson, nýkrýndur sænskur meistari með Sundsvall, var áberandi þegar körfuboltavefurinn Eurobasket.com gerði upp tímabilið í sænsku úrvalsdeildinni. Jakob var valinn besti leikmaður deildarinnar auk þess að vera besti bakvörðurinn og besti Evrópumaðurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrrum NBA leikmaður fannst látinn

Robert Traylor, fyrrverandi NBA leikmaður, fannst látinn á heimili sínu aðeins 34 ára. Taylor lék í sjö ár í NBA-deildinni áður en hann flutti sig yfir til Púertó Ríkó þar sem hann lék með the Bayamon Cowboys fram að deginum í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

Körfubolti
Fréttamynd

Trúðum því að við værum bestir

Sundsvall Dragons, með þá Hlyn Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson innanborðs, varð í gær Svíþjóðarmeistari í körfubolta. Sundsvall vann sigur á Norrköping Dolphins, 102-83, í oddaleik í rimmu um titilinn í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob: Fékk opin skot og hélt bara áfram

Jakob Örn Sigurðarson spilaði líklega einhvern besta leik sinn á ferlinum er lið hans, Sundsvall Dragons, varð Svíþjóðarmeistari eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik um sænska meistaratitilinn í gær.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob: Þetta kitlar egóið

Jakob Örn Sigurðarson átti stórleik þegar að lið hans, Sundsvall Dragons, varð sænskur meistari í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins, í oddaleik um titilinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Myndband af fögnuðinum í Sundsvall

Sundsvall Dragons, lið þeirra Jakobs Arnar Sigurðarsonar og Hlyns Bæringssonar, varð í dag sænskur meistari í körfubolta eftir sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik.

Körfubolti
Fréttamynd

Jakob og Hlynur sænskir meistarar

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson urðu í dag sænskir meistarar í körfubolta eftir að lið þeirra, Sundsvall Dragons, vann sigur á Norrköping Dolphins í oddaleik í lokaúrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar, 102-83.

Körfubolti