Stj.mál

Fréttamynd

Undrandi og hneykslaður

"Ég er bæði undrandi og hneykslaður á mörgu því sem hefur komið fram síðustu daga," segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um framvindu Baugsmálsins og fjölmiðlaumfjöllun síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Sigríður Dúna verður sendiherra

Davíð Oddsson lét það verða sitt síðasta verk sem utanríkisráðherra að skipa Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur sendiherra frá og með 1. júní 2006. Mun hún þá flytjast til Pretoriu og taka við embætti sendiherra í Suður-Afríku.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælir aðkomu ríkis og borgar

Frjálshyggjufélagið mótmælir aðkomu opinberra aðila að aðstöðuuppbyggingu Knattspyrnusambands Íslands. Eins og greint var frá á dögunum hyggst ríki og borg leggja 600 milljónir króna í uppbygginu og endurbætur á Laugardalsvellinum sem áætlað er að muni mosta ríflega einn milljarð.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Gíslason ráðinn hafnarstjóri

Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, hefur verið ráðinn í starf hafnarstjóra Faxaflóahafna frá og með 1. nóvember næstkomandi. Faxaflóahafnir eiga og reka Reykjavíkurhöfn, Grundartangahöfn, Akraneshöfn og Borgarneshöfn.

Innlent
Fréttamynd

2 milljarða afgangur á ríkissjóði

Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi á síðasta ári samkvæmt niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2004 samanborið við 6,1 milljarðs króna halla árið áður. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta skattkrafna er afgangur um 23 milljarðar á meðan halli ársins á undan nam rúmum einum milljarði króna á sama grunni.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti ríkisstjórnarfundur Davíðs

Davíð Oddsson lætur af ráðherradómi á ríkisráðsfundi að Bessastöðum í dag. Þetta verður í fyrsta sinn síðan fyrsta stjórn Davíðs tók við völdum 30. apríl 1991 sem hann er ekki ráðherra í ríkisstjórn. Einar K. Guðfinnsson kemur nýr inn í ríkisstjórn og tekur við starfi sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen sem fer í fjármálaráðuneytið í stað Geirs H. Haarde sem verður utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Samfylking missir mann

"Þannig var að þegar Gunnar Örlygsson flutti sig til Sjálfstæðisflokksins þá stóðu fjórði maður Samfylkingar og fimmti maður Sjálfstæðisflokks jafnir á hlutföllum innan fjárlaganefndar. Það kom til hlutkestis sem ég tapaði," segir Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lakari afkoma en stefnt var að

Afkoma ríkissjóðs á síðasta ári var nær fimm milljörðum króna lakari en stefnt var að. Ríkissjóður var rekinn með tveggja milljarða króna afgangi en í fjárlögum var gert ráð fyrir tæplega sjö milljarða króna afgangi. Niðurstaðan er þó hagstæðari en árið 2003 þegar rúmra sex milljarða króna halli var á rekstri ríkissjóðs.

Innlent
Fréttamynd

Davíð kveður þakklátur

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat sinn síðasta ríkisstjórnarfund í gær, en hann tekur við stöðu seðlabankastjóra 20. október næstkomandi. Ráðherraskiptin urðu á ríkisráðsfundi síðdegis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Baugur borgaði Jóni Gerald

Stjórnarformaður Baugs, segir að fullyrðingar ritstjóra Morgunblaðsins um 120 milljóna króna greiðslur Baugs til Jóns Geralds og einkaspæjaranna, séu óhróður. Aðalatriði málsins sé að áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafi verið að leggja á ráðin um hvernig hrinda mætti lögreglurannsókn af stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Páll verður bæjarstjóri

Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Akraness og forseti bæjarstjórnar, tekur við starfi bæjarstjóra af Gísla Gíslasyni og gegnir því út kjörtímabilið sem rennur út í vor. Skessuhorn segir á heimasíðu sinni að bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, hafi komist að samkomulagi um þetta.

Innlent
Fréttamynd

Ríkislögreglustjóri útskýri tafir

Ríkislögreglustjóri verður að útskýra hvers vegna embættið hefur lítið eða ekkert aðhafst í nokkrum stórum málum á sama tíma og miklum tíma var varið í rannsókn Baugsmálsins segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokks, í pistli á heimasíðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill opinbera rannsókn á Baugsmáli

Margrét Frímannsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill opinbera rannsókn á Baugsmálinu. Hún segir frávísun Héraðsdóms á ákærunni í málinu og fréttir síðustu daga um bréfaskipti áhrifamanna hafa skapað efasemdir meðal almennings um heilindi valda- og áhrifamanna sem verði vart eytt nema með rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Síðasti fulli vinnudagur Davíðs

Dagurinn í dag er síðasti fulli vinnudagur Davíðs Oddssonar í embætti utanríkisráðherra. Á morgun hefur verið boðað til ríkisráðsfundar þar sem Davíð mun segja af sér ráðherradómi og Geir H. Haarde tekur við embætti utanríkisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Enn pólitískar þreifingar í Noregi

Verkamannaflokkurinn í Noregi ætlar að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Sósíalistaflokkinn og Miðflokkinn. Síðarnefndu tveir flokkarnir fengu áttatíu og sjö þingsæti í þingkosningunum en á norska þinginu sitja eitt hundrað sextíu og níu þingmenn.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við óeðlilegar tafir

Árni Magnússon félagsmálaráðherra kannast ekki við að óeðlilegar tafir hafi orðið á vinnu nefndar sem hann skipaði og falið var að kanna hugsanlega lagasetningu á starfsemi starfsmannaleiga á íslenskum vinnumarkaði. Ingvar Sverrisson, lögfræðingur ASÍ, gagnrýndi nýverið hversu lengi nefndin hefði starfað án þess að skila niðurstöðu.

Innlent
Fréttamynd

Jón Steinar kom að Baugsmáli í maí

Kjartan Gunnarsson segist hafa veitt Styrmi Gunnarssyni álit sitt á hæfi Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem lögmanns Jóns Geralds um mánaðamót júní og júlí 2002. Samskipti Jóns Steinars og Jóns Geralds hófust hins vegar í maí sama ár. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sendu Baugsgögn til skattsins

Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins og Jónína Benediktsdóttir komu gögnum um Baug til skattayfirvalda. Jón Gerald Sullenberger, sem sendi þeim gögnin, segist ekki hafa vitað að þau hefðu verið send áfram. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þrýstingur á Berlusconi eykst

Enn eykst þrýstingurinn á Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, að reka seðlabankastjórann Antonio Fazio eða segja sjálfur af sér ella. Í gær sagði fjármálaráðherrann Domenico Sinisalco af sér í mótmælaskyni við það að seðlabankastjórinn Fazio sæti sem fastast án þess að nokkur gerði neitt.

Erlent
Fréttamynd

D-listi fengi hreinan meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta og níu fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur ef kosið yrði núna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups fyrir Ríkisútvarpið. Liðlega 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, tæp 28 prósent Samfylkinguna, 11,5 prósent Vinstri græna, tæp þrjú prósent Framsóknarflokkinn og tvö prósent Frjálslynda flokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Funda um val fulltrúa á landsfund

Heimdallur, félagsskapur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun í dag funda sérstaklega um val á fulltrúum á landsfund ungra sjálfstæðismanna. Fundurinn sem hefst klukkan 16:30 og er haldinn af kröfu 50 félagsmanna í Heimdalli sem telja fram hjá sér og öðrum félagsmönnum gengið með vali stjórnar Heimdallar á fulltrúum á landsfundinn fyrr í mánuðinum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða um uppsagnir á Blönduósi

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, fór í dag fram á það við Sturlu Böðvarsson, fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis og samgönguráðherra, að hann kalli þingmenn kjördæmisins saman til fundar. Ástæðan er lokun starfstöðvar Símans og uppsagnir þriggja starfsmanna þeim samfara á Blönduósi sem kynntar voru starfsmönnunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Olíufélög krafin um 150 milljónir

Reykjavíkurborg krefur stóru olíufélögin þrjú um 150 milljónir króna auk vaxta í bætur vegna samráðs þeirra við gerð tilboða í viðskipti við borgina fyrir árin 1996 til ársins 2001. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi borgarlögmaður, hefur sent olíufélögunum bréf þar sem hann krefur þau um bótagreiðslu ekki síðar en 14. október næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Málaferli ef olíufélög borgi ekki

Reykjavíkurborg krefur olíufélögin um 150 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs olíufélaganna við útboð á olíuviðskiptum borgarinnar árið 1996. Borgarstjóri hótar málaferlum ef þau borga ekki.

Innlent
Fréttamynd

Saka hvorar aðra um svik

Ásakanir um svik og ólýðræðisleg vinnubrögð ganga nú enn og aftur á víxl milli tveggja fylkinga í félagsskap ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, Heimdalli, og er megindeiluefnið nú fundartími og val á honum í tenglsum við val á um 150 fulltrúum Heimdalls á landsfundi ungra sjálfstæðismanna sem haldinn verður 30. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vernda þarf kóral við Íslandsmið

Gera þarf ráðstafanir til þess vernda kóral á hafsbotninum við Íslandsmið. Þetta er niðurstaða skýrslu sem skilað var til sjávarútvegsráðherra í dag. Í henni er lagt til að þrjú hafsvæði, sem eru um það bil 73 ferkílómetrar að stærð, verði friðuð til þess að vernda kóralinn. Í skýrslunni er jafnframt lagt til að gert verði sérstakt átak í að kortleggja hafstbotninn á Íslandsmiðum.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki tjá sig um stefnu ÖBÍ

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra vill ekki tjá sig um fyrirhugaða stefnu Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samningum um hækkun lífeyris frá árinu 2003.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC

Ráðgjafi einkavæðingarnefndar í sölu ríkisbankanna 2002, HSBC, vildi að skilyrði yrðu sett um verðtilboð Samson í Landsbankann svo tryggja mætti hæsta verðið. HSBC mælti einnig gegn því að farið yrði í viðræður við Samson svo snemma í söluferlinu. Ráðherranefndin hunsaði ráðin. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Embætti hafi brugðist skyldum

Ríkislögreglustjóraembættið hefur brugðist skyldum sínum í rannsókn og útgáfu ákæru í Baugsmálinu að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar. Hún vísar hins vegar ásökunum efnhagsbrotadeildar frá því í morgun um að hún hafi sagt embættinu handstýrt af yfirboðurum sínum alfarið á bug.

Innlent
Fréttamynd

Konur leggi niður vinnu

Íslenskar konur er hvattar til að leggja niður vinnu þann 24. október næstkomandi, en þá verða liðin 30 ár frá kvennafrídeginum árið 1975. Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri hins nýja kvennafrídags, segir að konur verði ekki hvattar til að leggja niður störf með sama hætti gert hafi verið fyrir 30 árum heldur sé því beint til kvenna að leggja niður störf frá klukkan 14.08, en reiknað hafi verið út að þá hafi þær unnið fyrir launum sínum ef litið sé til munar á atvinnutekjum karla og kvenna.

Innlent