Sport

Kobe sýnir nýjar hliðar

Körfuboltastjarnan Kobe Bryant, sem leikur með Los Angeles Lakers, í NBA-deildinni, hefur átt undir högg að sækja að undanförnu vegna framkomu sinnar utan vallar. Hann hefur lent upp á kant við marga leikmenn í deildinni en hann sýndi á föstudaginn að honum er ekki alls varnað. Hann tilkynnti á föstudaginn að hann myndi gefa eitt þúsund dollara (um 60 þúsund íslenskrar krónur) fyrir hvert stig sem hann myndi skora í leiknum gegn Houston Rockets það kvöld til fórnarlamba flóðanna í Asíu. Félag hans, Los Angeles Lakers, lofaði síðan að gefa jafn mikið og Kobe. Hann skoraði 27 stig í leiknum og því gaf hann ásamt félagi sínu 54 þúsund dollara (um 3,2 milljónir íslenskra króna) í sjóð til styrktar fórnarlömbunum. Tracy McGrady og Bob Sura, leikmenn Houston Rockets, gáfu einnig þúsund dollara fyrir hvert stig sem þeir skoruðu. McGrady skoraði 26 stig og Sura 20 en Los Angeles Lakers vann leikinn, 111-104.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×