Sport

Setti met í bikarúrslitaleiknum

Helena Sverrisdóttir var allt í öllu þegar hið unga lið Hauka tryggði sér bikarmeistaratitilinn og var aðeins einu frákasti frá því að verða fyrsta konan til þess að ná þrefaldri tvennu í bikarúrslitaleik. Helena endaði leikinn með 22 stig, 11 stoðsendingar og 9 fráköst en enginn kona hefur gefið fleiri stoðsendingar í bikarúrslitaleik en Helena náði í sínum fyrsta bikarúrslitaleik á sunnudaginn. Helena kom að 19 af 25 körfum Haukaliðsins í leiknum (76%) þar af fóru tíu síðustu körfur leiksins í gegnum Helenu sem átti í þátt í öllum körfum liðsins í seinni hálfleik nema þeirri fyrstu sem Ebony Shaw skoraði úr hraðaupphlaupi eftir stoðsendingu frá Kristrúnu Sigurjónsdóttur. Helena gaf fimm af ellefu stoðsendingum sínum í fyrsta leikhluta sem Haukaliðið vann 22-14 en allar komu þær í hraðaupphlaupum enda skoruðu Haukar 17 hraðaupphlaupsstig í fyrsta leikhlutanum. Flestar stoðsendingar í bikarúrslitaleik kvenna:11 Helena Sverrisdóttir, Haukum gegn Grindavík 2005 10 Limor Mizrachi, KR gegn ÍS 1999 10 Hildur Sigurðardóttir, KR gegn Njarðvík 2002 9 Hildur Sigurðardóttir, KR gegn Keflavík 2001 7 Ebony Dickinson, Njarðvík gegn KR 2002



Fleiri fréttir

Sjá meira


×