Sport

Háspenna í Frostaskjóli

Leikur KR og Snæfells í Úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær var hin besta skemmtun og var ekki fyrir hjartveika.  Þríframlengja þurfti leikinn, en það voru loks Snæfellingar sem höfðu sigurinn 115-110. Leikurinn var fjörugur og dramatískur og undir lok venjulegs leiktíma, fékk Lárus Jónsson hjá KR tækifæri til að gera út um hann með vítaskoti, en það geigaði og því þurfti að framlengja.  Það var loks Mike Ames hjá liði gestana sem reið baggamuninn, þegar hann skoraði 7 stig í röð í þriðju og síðustu framlengingunni. Cameron Echols var stigahæstur í liði heimamanna með 41 stig og 21 frákast, en Aron Harper gerði 27 stig og hirti 12 fráköst.   Hjá Snæfellingum átti Hlynur Bæringsson stórleik, skoraði 34 stig, hirt 12 fráköst og átti 8 stoðsendingar.  Þá skoraði Mike Aimes 25 stig og Calvi Clemmons skoraði 18 stig og hirt 18 fráköst. Fjórir aðrir leikir voru á dagskrá í gær.  Haukar lögðu Skallagrím að Ásvöllum 91-83.  Fjölnir kjöldró Tindastól á Sauðárkróki 127-82 og KFÍ tapaði fyrir Hamri/Selfoss 111-96 á Ísafirði.  Þá unnu Grindvíkingar mikilvægan 106-100 sigur á ÍR-ingum í Seljaskóla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×