Sport

Damon í nýtt lið á Spáni

Damon Johnson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur fært sig um set á Spáni og mun klára tímabilið með Lagun Aro Bilbao-liðinu eftir að hafa misst sæti sitt í liði Caja San Fernando Sevilla. Damon lék sinn fyrsta leik um helgina og skoraði 17 stig í 90-92 tapi fyrir toppliði Tau Ceramica Vitoria á útivelli. Damon fékk ekki mikið að spreyta sig hjá Caja San Fernando Sevilla en hann lék alls í 11 mínútur í 10 leikjum liðsins og skoraði á þeim 27 stig. Damon fór langt með að jafna þann árangur strax í fyrsta leik með Lagun Aro Bilbao en hann hitti þá úr 7 af 13 skotum sínum utan af velli og báðum vítunum. Það eru góðar fréttir fyrir íslenska landsliðið að Damon skuli vera farin að spila á fullu á ný eftir meiðslin sem hafa hrjáð hann að undanförnu en Lagun Aro Bilbao-liðið er í harðri fallbaráttu í spænsku úrvalsdeildinni og sem stendur í þriðja neðsta sæti með 7 sigra og 15 töp. Það eru tólf umferðir eftir af spænsku úrvalsdeildinni og með sömu frammistöðu og gegn toppliðinu um síðustu helgi þá eru ágætar líkur fyrir liðið að bjarga sér frá falli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×