Sport

Spurs unnu án Duncan

Tim Duncan, leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni, sneri sig á ökkla í leik liðsins við Utah Jazz í nótt.  Það kom þó ekki að sök því Spurs höfðu sigur í leiknum 101-94.  Það var Argentínumaðurinn Manu Ginobili sem var maðurinn á bak við sigur heimamanna, en hann fór fyrir liði sínu í fjarveru Duncan og skoraði 31 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hjá Utah var leikstjórnandinn Keith McLeod atkvæðamestur og skoraði 18 stig og átti 8 stoðsendingar. Duncan fór í myndatöku eftir leikinn og reyndust meiðsli hans ekki mjög alvarleg, en ljóst er að kappinn verður einhverja daga að jafna sig af meiðslunum sem hann hlaut um miðjan leik, þegar hann lenti illa á fæti samherja síns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×