Sport

Lebron James setti nýtt NBA-met

Lebron James var í miklum ham er lið hans, Cleveland Cavaliers sótti Toronto Raptors heim í NBA-körfuboltanum í nótt. James setti varð yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora 50 stig eða meira en hann sallaði 56 stigum á Raptors, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Það dugði þó ekki til því Raptors hafði betur í leiknum og lokatölur urðu 105-98.   "Þetta var örugglega besti leikur minn á ferlinum en það skiptir mig engu máli þegar við töpum," sagði James.   "Þetta er bara fyrsta metið af mörgum sem hann mun setja á ferlinum," sagði Paul Silas, þjálfari Cleveland. "Hann var gjörsamlega óstöðvandi í kvöld og það var unun að fylgjast með."   Sam Mitchell, þjálfari Raptors, tók í sama streng. "Hann átti öll 56 stigin skilið. Hann hitti úr bakfalls þristum og erfiðum skotum og var alltaf með tvöfalda vörn á sér," sagði Mitchell.   Úrslitin í NBA í nótt voru sem hér segir:   Toronto Raptors 105 Cleveland Cavaliers 98 Stigahæstir hjá Cavaliers: Lebron James 56 (10 fráköst, 5 stoðsendingar), Drew Gooden 24 (10 fráköst), Zydraunas Ilgauskas 10 (8 fráköst). Stigahæstir hjá Raptors: Jalen Rose 30 (7 fráköst), Donyell Marshall 24 (10 fráköst), Rafel Alston 16.   Detroit Pistons 110 San Antonio Spurs 101 Stigahæstir hjá Pistons: Chauncey Billups 25 (6 stoðsendingar), Tayshaun Prince 22 (8 fráköst), Rasheed Wallace 15 (6 fráköst, 4 stoðsendingar, 3 varin skot). Stigahæstir hjá Spurs: Devin Brown 18, Emanuel Ginobili 14, Tony Parker 12 (5 stoðsendingar, 3 stolnir). Tim Duncan meiddist á ökkla í leiknum og lék aðeins í tvær mínútur í leiknum.   Indiana Pacers 85 New Jersey Nets 94   Stigahæstir hjá Pacers: Stephen Jackson 21, Anthony Johnson 18 (7 fráköst, 8 stoðsendingar), Fred Jones 14. Stigahæstir hjá Nets: Vince Carter 39 (11 fráköst, 4 stoðsendingar), Nenad Krstc 18 (6 fráköst), Jason Kidd 14 (12 fráköst, 7 stoðsendingar).   Memphis Grizzlies 91 Phoenix Suns 97   Stigahæstir hjá Grizzlies: Shane Battier 20, Lorenzen Wright 19 (8 fráköst), Mike Miller 15. Stigahæstir hjá Suns: Joe Johnson 28 (8 fráköst), Quentin Richardson 18, Amare Stoudemire 18, Steve Nash 13 (13 stoðsendingar).   Minnesota Timberwolves 94 Houston Rockets 86   Stigahæstir hjá Timberwolves: Kevin Garnett 30 (17 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 varin skot), Wally Szczerbiak 20 (5 stoðsendingar), Sam Cassell 18. Stigahæstir hjá Rockets: Yao Ming 21, Tracy McGrady 15 (7 fráköst, 4 stoðsendingar), Mike James 13.   Denver Nuggets 114 Milwaukee Bucks 103   Stigahæstir hjá Nuggets: Andre Miller 22 (5 fráköst, 8 stoðsendingar), Kenyon Martin 19, Carmelo Anthony 15. Stigahæstir hjá Bucks: Desmond Mason 24, Michael Redd 23, Toni Kukoc 12.   Sacramento Kings 94 Golden State Warriors 104   Stigahæstir hjá Kings: Mike Bibby 24 (8 stoðsendingar), Maurice Evans 15 (8 fráköst), Darius Songaila 15 (9 fráköst). Stigahæstir hjá Warriors: Troy Murphy 29 (14 fráköst), Zarko Cabarkapa 17, Baron Davis 13 (8 stoðsendingar).   Los Angeles Lakers 100 Seattle Supersonics 102   Stigahæstir hjá Lakers: Kobe Bryant 30, Caron Butler 29, Chucky Atkins 12. Stigahæstir hjá Sonics: Rashard Lewis 27 (11 fráköst, 4 varin skot), Ronald Murray 25, Antonio Daniels 13.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×