Sport

Var að missa stjórn á leikmönnum

Paul Silas var í dag rekinn sem þjálfari bandaríska NBA körfuboltaliðsins Cleveland Cavaliers eins og við greindum frá fyrr í dag en liðið er nú í baráttu um umspilssæti í deildinni. Cleveland leiddi austurdeildina lengi vel framan af í vetur en liðið hefur tapað 9 leikjum af síðustu 12 eða síðan leikmenn komu úr fríi vegna stjörnuleiks NBA á dögunum. Fyrir stjörnuleikshléið var vinningstölfræði liðsins 30 sigrar á móti 21 tapi. Eigendur liðsins létu hafa eftir sér síðdegis í dag að það væri ekki áhættunnar virði að hafa Silas áfram vil stjórnvölinn út tímabilið á meðan liðið freistar þess að ná í úrslitakeppnina. Silas var sagður njóta minnkandi virðingar leikmanna liðsins og hefur lent illilega upp á kant við nokkra leikmenn liðsins að undanförnu, þeirra á meðal Eric Snow og Jeff McInnis. Fyrr í vetur rak hann Snow inn í búningsklega af varamannabekknum vegna ósættis þeirra á milli og í gærkvöldi beið McInnis fullklæddur og tilbúinn á bekknum allan leikinn án þess að fá að svitna svo mikið sem eina sekúndu inni á vellinum. Dropinn sem fyllti mælinn kom einmitt í gærkvöldi þegar Cleveland tapaði 105-98 fyrir Toronto en þar komst hinn tvítugi LeBron James leikmaður liðsins í sögubækurnar fyrir að skora 56 stig í þessum eina og sama leik sem er met í NBA. Cleveland er nú í 5. sæti austurdeildar og á 18 leiki eftir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×