Sport

Keflavík fór létt með ÍR

Keflvíkingar tóku sig aldeilis saman í andlitinu og jöfnuðu einvígið, 1-1, gegn ÍR í kvöld þegar þeir völtuðu yfir Breiðhyltinga í Seljaskóla, 72-97, í öðrum leik liðanna í undanrúslitaeinvígi Intersportdeildarinnar í körfuknattleik. Staðan í hálfleik var 52-28 fyrir Keflavík. Nick Bradford var stigahæstur Keflvíkinga með 29 stig, Anthony Glover 20 og Magnús Gunnarsson 15 stig sem komu öll úr 3ja stiga skotum. Theo Dixon var stigahæstur heimamanna með 16 stig og Eiríkur Önundarson 12 stig. Magnús Gunnarsson fann fjölina á ný í liði Keflavíkur eftir dapran leik á laugardag og skipti það sköpum fyrir gestina í kvöld. Auk þess áttu ÍR-ingar í stökustu vandræðum með útlendingana í liði Keflavíkur eins og stigatölur gefa til kynna. ÍR vann fyrsta leikinn sem fram fór á heimavelli Keflvíkinga á laugardaginn, 88-80, en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn Snæfelli eða Fjölni. Liðin mætast í þriðja sinn í Keflavík næsta laugardag kl. 13.00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×