Sport

Jón Arnór á Ítalíu næsta vetur

Jón Arnór Stefánsson hefur gert eins árs samning við ítalska liðið Pompea Napoli en Jón Armór var hjá rússneska liðinu Dynamo St. Pétursborg á síðasta tímabili og varð meðal annars Evrópumeistari með liðinu. Þetta verður fimmta lið Jóns Arnórs á síðustu fimm árum. Napoli endaði í 8. sæti í Seria A síðasta tímabil, vann 16 leiki og tapaði 18 en liðið skipti þá þrisvar um þjálfara. Napoli tapaði síðan öllum þremur leikjunum í 8-liða úrslitum fyrir Benetton Trevisio en David Blatt fyrrverandi þjálfari Jóns Arnórs hjá Dynamo St. Petersburg hefur tekið við Benetton fyrir þetta tímabil. Napoli liðið hefur undanfarin ár verið að þoka sér nær toppi ítölsku deildarinnar og tók þátt í ULEB cup síðasta ár þar sem liðið varð í 4 sæti í sínum riðli, vann 5 leiki og tapaði 5. Fimm lið á fimm árum: 2001/2002 KR íslenska úrvalsdeildin 2002/2003 TBB Trier þýska úrvalsdeildin 2003/2004 Dallas Mavericks NBA 2004/2005 Dynamo St. Pétursborg, rússneska úrvalsdeildin 2005/2006 Pompea Napoli, ítalska úrvalsdeildin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×