Stöðvuðu bardaga Valgerðar Aron Guðmundsson skrifar 20. september 2024 17:57 Valgerður Guðsteinsdóttir og Shauna O´Keefe mættust í hnefaleikahringnum á Írlandi í kvöld Vísir/Getty Valgerður Guðsteinsdóttir, eina íslenska atvinnukonan í hnefaleikum, laut í kvöld í lægra haldi gegn Shauna O´Keefe á stóru hnefaleikakvöldi í 3Arena leikvanginum í Dublin. Bardaginn var stöðvaður í fjórðu lotu vegna skurðar á enni Valgerðar sem hún hlaut eftir að höfuð hennar og O´Keefe skullu saman. Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024 Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira
Teymi Valgerðar ákvað að stíga inn í fjórðu lotu og láta dómarann stöðva bardagann en á þeim tímapunkti hafði Valgerður hlotið skurð á enni eftir mikil átök í þriðju lotu. Sökum stöðvunarinnar vinnur heimakonan O´Keefe bardagann á tæknilegu rothöggi og er hún þá enn ósigruð á sínum atvinnumannaferli með þrjá sigra í þremur bardögum. Þetta var hins vegar sjötta tap Valgerðar en hún hefur unnið sjö. Jafnræði var með Valgerði og O´Keefe í fyrstu lotu en í þeirri annarri náði sú írska góðu höggi á nef okkar konu svo úr því fór að blæða. Valgerður þurfti að verjast vel það sem eftir lifði þeirrar lotu. Í þriðju lotu skullu höfuð Valgerðar og O´Keefe saman með þeim afleiðingum að skurður opnaðist á enni Valgerðar. Eftir skoðun var þó ljóst að bardaginn gæti haldið áfram. Valgerður og O´Keefe skullu hins vegar aftur saman fyrir lok lotunnar og var bardaginn næstum því stöðvaður milli þriðju og fjórðu lotu. Hugað var að skurðinum á enni Valgerðar og var hægt að búa þannig um sárið að Valgerður gat haldið áfram. En hnitmiðuð högg frá O´Keefe í fjórðu lotu sáu til þess að skurðurinn opnaðist aftur á enni Valgerðar og það var þá sem teymi Íslendingsins steig inn í og lét dómarann stöðva bardagann. Shauna O'Keefe takes home the TKO victory![ #WalshRunowski LIVE NOW on @UFCFightPass📺 | #JoshuaDubois LIVE on Saturday ] pic.twitter.com/e2td4ZNBzg— UFC (@ufc) September 20, 2024
Box Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Sjá meira