Sport

Detroit semur aftur við Darko

Detroit Pistons hefur samið aftur við Serbann Darko Milicic og verður þessi 20 ára miðherji því áfram í herbúðum liðsins næstu tvö árin þrátt fyrir að hafa aðeins spilað í samtals xx mínútur fyrstu tvö tímabil sín í NBA-deildinni. Milicic var valinn annar í nýliðavali NBA sumarið 2003. "Við erum ánægðir með að hafa Darko Milicic út 2006-07 tímabilið og við hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna sem leikmann," sagði Joe Dumars, forseta félagsins. "Darko spilaði mikið með liðinu í sumardeildinni og við erum einnig mjög ánægðir með að sjá hann komst í landslið Serbíu og Montenegro fyrir Evrópuleikina í September." Það vakti mikla athygli þegar Dumars valdi Milicic númer tvö í nýliðavalinu 2003. LeBron James var valinn fyrstur en menn eins og Carmelo Anthony, Dwyane Wade og Chris Bosh, sem allir hafa sannað sig í deildinni, voru valdir seinna en hann. Milicic er 213 cm hár og 111 kg á þyngd en meðaltal hans í fyrsta 71 leik hans í NBA-deildinni eru 1.6 stig og 1,2 fráköst. Milicis spilaði 30 mínútur í tveimur síðustu deildarleikjunum á þessu tímabili og var með 12,5 stig og 4 fráköst að meðaltali í þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×