Sport

Sofia sektað fyrir Cisse-atvikið

Búlgarska knattspyrnufélagið CSKA Sofia hefur verið sektað um 19.500 evrur vegna kynþáttaeineltis sem sóknarmaður Liverpool, Djibril Cisse varð fyrir í leik liðanna á dögunum. Sektin jafngildir um einni og hálfri milljón íslenskra króna. Stuðningsmenn búlgarska liðsins framkvæmdu apahljóð þegar Cisse var með boltann í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar 10. ágúst sl. og leiddi það af sér sektina sem knattspyrnusamband Evrópu hefur nú skellt á CSKA Sofia. Framkvæmdastjóri félagsins segir að Cisse hafi ekki orðið fyrir barðinu á kynþáttahatri í umræddum leik og hyggst áfrýja sektinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×