
Ástin á götunni

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt
KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Aftur hefur KR leik í Laugardalnum
Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.

Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik
William Tönning hefur samið við KA og lék sinn fyrsta leik með liðinu þegar leikið var til úrslita í Kjarnafæðismóti karla í fótbolta.

Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård
Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals í Bestu deild kvenna, er að ganga til liðs við Svíþjóðarmeistara Rosengård. Valur vill fá Úlfu Dís Kreye til að fylla skarð Ísabellu Söru.

Lífið í Brúnei einmanalegt
Miðvörðurinn Damir Muminovic segir að lífið í Brúnei geti verið einmanalegt og lítið annað hægt að gera en að spila golf. Hann æfir nú með Blikum í fríi á Íslandi.

Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“
Ingvar Jónsson hefur skrifað undir samningsframlengingu við Víking út tímabilið 2026. Ingvar hefur verið leikmaður Víkings síðan 2020 og er að sögn Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála, besti markmaður Bestu deildar karla.

Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik
Þór/KA mætti með laskað lið til leiks en sló Stjörnuna út í vítaspyrnukeppni eftir 1-1 jafntefli í undanúrslitum Lengjubikarsins. Breiðablik bíður þeirra í úrslitaleiknum næsta sunnudag.

Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn
Breiðablik vann 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli í undanúrslitum Lengjubikars kvenna og mun mæta annað hvort Þór/KA eða Stjörnunni í úrslitaleik. Andrea Rut Bjarnadóttir skoraði sigurmarkið með lúmsku skoti rétt fyrir leikslok.

Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“
Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, gagnrýnir þá leið íþróttayfirvalda að dæma leikmenn í leikbann vegna veðmálabrota og kallar eftir því að þeir fái aðstoð og menntun í staðinn. Gagnrýnin kemur fram í ljósi banns fyrirliða Vestra.

Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum
Þrítugi miðjumaðurinn Simon Hjalmar Friedel Tibbling hefur skrifað undir samning við Fram og mun leika með liðinu í Bestu deild karla á komandi tímabili. Svíinn hefur verið með liðinu í æfingaferð á Spáni síðustu daga og skrifaði undir samning í gær.

Breyta ekki því sem virkar
Tindastóll hefur bætt við sig framherja fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna. Framherjanum Makala Woods er ætlað að leiða framlínu liðsins og tekur við keflinu af fyrrum skólafélaga.

„Búnar að vera dálítið skrýtnar vikur“
Ari Sigurpálsson er nýjasti atvinnumaður Íslands í fótbolta en hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Ari kveður Víking með söknuði en tímapunkturinn réttur að taka næsta skref á hans ferli.

„Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“
Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra í fótbolta, segir bann fyrirliða félagsins vegna veðmálabrota vera högg. Hann kveðst viss um að töluvert sé um veðmál hjá leikmönnum hérlendis.

Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum
Leifur Andri Leifsson, oft kallaður herra HK, er hættur knattspyrnuiðkun eftir farsælan feril með uppeldisfélaginu. Félagið hefur spilað stóran sess í lífi hans en fjölskyldan fær nú forgang.

Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Það var heldur betur dramatík á Hlíðarenda þegar Valur tryggði sér sæti í úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með sigri á ÍR eftir vítaspyrnukeppni. Valsmenn voru manni færri í klukkustund eftir að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson fékk beint rautt spjald.

„Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“
Kristinn Freyr Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Val í Bestu deild karla í knattspyrnu til loka tímabilsins 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Valur sendi frá sér í dag, þriðjudag.

Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann
Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu, hefur verið dæmdur í tveggja mánaða bann vegna veðmálaþátttöku.

Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Leifur Andri Leifsson hefur ákveðið að leggja takkaskóna á hilluna. Hann mun því ekki spila með HK í Lengjudeild karla í knattspyrnu á komandi leiktíð. Frá þessu greindi félagið á mánudagskvöld.

Frá Króknum á Hlíðarenda
Framherjinn Jordyn Rhodes hefur samið við Val um og mun leika með liðinu á komandi leiktíð í Bestu deild kvenna. Hún þekkir vel til hér á landi eftir að skora 13 mörk í 22 leikjum fyrir Tindastól á síðustu leiktíð.

Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram
Hinn þrítugi Simon Hjalmar Friedel Tibbling er við það að ganga í raðir Fram. Á hann að styrkja miðsvæði liðsins í Bestu deild karla í knattspyrnu.

Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í gær að innleiða svokallaða átta sekúndna reglu í mótum sínum hér á landi. Reglan á að taka á leiktöf og hraða leiknum.

Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023
Athygli vakti að Aron Einar Gunnarsson hafi verið valinn í fyrsta landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir komandi leiki karlalandsliðsins í fótbolta við Kósóvó í umspili Þjóðadeildarinnar. Misjafnar skoðanir eru á valinu.

55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri
Knattspyrnugoðsögnin Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tæpum tveimur áratugum. Hann sýndi snilli sína í æfingaferð Fram.

Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum
Samúel Kári Friðjónsson, leikmaður Stjörnunnar, hefur beðið Gabríel Hrannar Eyjólfsson, leikmann KR, afsökunar á tæklingu gærdagsins sem hefur vakið töluverða athygli. Þetta staðfestir þjálfari KR.

FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
FH hefur sótt tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í Bestu deild kvenna í fótbolta. Þær heita Deja Jaylyn Sandoval og Maya Lauren Hansen.

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Kristin trú er Katie Cousins, einum besta leikmanni Bestu deildarinnar undanfarin ár, það mikilvægasta í lífinu. Hún er mætt aftur í Þrótt Reykjavík og stefnir á titil þar.

Auðun tekur við Þrótti Vogum
Landsliðsmaðurinn fyrrverandi, Auðun Helgason, hefur verið ráðinn þjálfari Þróttar Vogum sem leikur í 2. deild karla.

„Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“
Sammy Smith átti stóran hlut í Íslandsmeistaratitli Breiðabliks í fótbolta síðasta sumar. Hún hafnaði fjölda tilboða frá Evrópu til að halda föstu fyrir í Kópavogi og kveðst elska Íslands, þrátt fyrir veðrið.

Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Sveinn Margeir Hauksson samdi við Víking eftir að síðasta tímabili í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það var strax ljóst að hann yrði ef til vill ekki með liðinu allt sumarið verandi í háskólanámi í Bandaríkjunum en nú stefnir í að hann missi af öllu sumrinu vegna meiðsla.

Víðir með Vestmannaeyingum í sumar
Hinn 32 ára gamli Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning sinn við ÍBV og tekur slaginn með liðinu í Bestu deild karla í knattspyrnu í sumar.