Sport

NBA leikmenn styðja hjálparstarf

Nokkrar af helstu stjörnum NBA deildarinnar í körfubolta hafa ákveðið að spila góðgerðaleik um helgina að frumkvæði fyrrum leikmannsins og sjónvarpsmannsins Kenny Smith, en allt fé sem safnast mun renna óskipt til fórnarlamba náttúruhamfaranna í suðurríkjunum á dögunum. Á meðal þátttakenda í uppátækinu verða Kobe Bryant, Kevin Garnett, LeBron James, Amare Stoudemire og Dwayne Wade, en Bryant er einn og sér sagður muni gefa vistir og peninga að andvirði um 100 þúsund dollara. Leikurinn fer fram í Toyota Center, heimahöll Houston Rockets og verður hluta miðanna dreift til fólks sem dvelur í Houston eftir að hafa misst heimili sín í hamförunum í New Orleans. Þá hafa fleiri lið og leikmenn í deildinni heitið stuðningi við fólkið af hamfarasvæðunum í suðurríkjunum og þar á meðal hafa Shaquille O´Neal og kona hans sett af stað sjóð sem mun aðstoða fólk og útdeila matvælum og hjálpargögnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×