Sport

Milljónir söfnuðust í Houston

Í gær var haldinn sérstakur fjáröflunarleikur í Toyota-Center í Houston, þar sem margar af helstu stjörnum NBA deildarinnar komu saman og söfnuðu fé fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Suðurríkjunum um daginn. Það var fyrrum leikmaður Houston Rockets, sjónvarpsþulurinn Kenny Smith, sem stóð fyrir leiknum og talið er að vonir hans um að safna allt að einni milljón dollara með uppátækinu hafi náð fram að ganga. Um 30 leikmenn tóku þátt í viðhöfninni og hver þeirra gaf lágmark 10.000 dollara með ýmsum hætti. Það var lið Vesturstrandarinnar sem hafði sigur í leiknum 114-95, en úrslit leiksins skiptu litlu máli. Mikið var um tilþrif og skemmtiatriði á leiknum og ýmsir tónlistarmenn komu fram inn á milli leikfjórðunga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×