Sport

Fjölnir sigraði ÍR

Fjölnir úr Grafarvogi gerði góða ferð í Breiðholtið í Reykjavíkurmótinu í körfubolta í gærkvöld og lagði ÍRinga með 90 stigum gegn 72, eftir að hafa verið yfir 43-38 í hálfleik. Theo Dixon, sem er nýkominn til landsins á ný til að leika með ÍR var stigahæstur heimamanna með 28 stig, en Fannar Helgason kom næstur með 17 stig og Ómar Sævarsson skoraði 10 stig. Hjá Fjölni var það Nemanja Sovic sem var atkvæðamestur með 24 stig, hinn ungi Hörður Vilhjálmsson skoraði 19 stig og Jason Clark skoraði 14 stig. Heimamenn urðu fyrir því óláni að missa fyrirliða sinn Eirík Önundarson í meiðsli í leiknum í gær, en óvíst er hversu lengi hann verður frá keppni eftir að hafa snúið sig illa á fæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×