Sport

Frakkar hrepptu bronsið á EM

Franska landsliðið í körfuknattleik tryggði sér í dag bronsverðlaunin á Evrópumeistaramóti landsliða í Serbíu, þegar það burstaði Spánverja í dag, 98-68. Það var Tony Parker, leikmaður San Antonio Spurs, sem var stigahæstur allra á vellinum með 25 stig. Staðan var jöfn 21-21 eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku Frakkarnir öll völd á vellinum og sigruðu að lokum með 30 stiga mun. Juan Carlos Navarro var að venju stigahæstur í liði Spánverja með 17 stig, en hann hefur verið að leika mjög vel á mótinu. Nú síðar í kvöld er svo á dagskrá sjálfur úrslitaleikurinn, þar sem Öskubuskulið Þjóðverja, með Dirk Nowitzki í fararbroddi, mætir sterku liði Grikkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×