Sport

Kerr ósáttur við uppsögnina

Brian Kerr, fráfarandi landsliðsþjálfari írska landsliðsins í knattspyrnu, sakar stjórn knattspyrnusambandsins um skammsýni eftir að honum var sagt upp störfum á dögunum og bendir á að uppsögn hans sé á skjön við stefnu sem sett hafi verið árið 2002. "Ég virði ákvörðun sambandsins, en mér finnst hún ekki samkvæm þeirri stefnu sem menn ætluðu að taka eftir HM árið 2002. Ég hefði viljað fá meiri tíma með liðið, en svona er þetta bara. Ég hef fullan hug á því að halda áfram að þjálfa, en sem stendur er mér efst í huga þakklæti í garð þeirra 45 leikmanna sem ég þjálfaði í þessu starfi, sem og stuðningsmanna liðsins," sagði Kerr.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×