Sport

Tottenham fær ekki Ólympíuleikvang

NordicPhotos/GettyImages
Vonir forráðamanna Tottenham Hotspur um að flytja heimavöll liðsins á frjálsíþróttaleikvanginn sem reistur verður fyrir Ólympíuleikana árið 2012 eru að engu orðnar, eftir að aðilar sem standa að byggingunni tilkynntu að leikvangurinn yrði áfram notaður undir frjálsar íþróttir eftir að leikunum líkur. Heimavöllur Tottenham, White Hart Lane, tekur 36 þúsund manns í sæti, en þar á bæ eru vonir um að félagið geti stækkað við sig í framtíðinni og vonir höfðu staðið til um að félagið gæti tekið við hinu nýja mannvirki, á sama hátt og Manchester City gerði árið 2002.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×