Menning

Ný ljóðabók eftir Hannes Pétursson

Hannes Pétursson skáld Ljóðaunnendur bíða eftirvæntingafullir eftir nýrri bók.
Hannes Pétursson skáld Ljóðaunnendur bíða eftirvæntingafullir eftir nýrri bók.

Hvíslað er um það í bókabransanum að bókmenntatíðindi ársins verði útgáfa nýrrar ljóðabókar eftir Hannes Pétursson skáld. Forleggjarar Hannesar eru um þessar mundir Edda - miðlun og útgáfa, en þar á bæ eru menn orðvarir og vilja ekki mikið tjá sig um nýtt ljóðasafn Hannesar.

Í skrám Þjóðarbókhlöðu hefur verið forskráð ljóðabókin Fyrir kvölddyrum hjá forlagi Máls og menningar, en hjá því forlagi hóf Hannes feril sinn fyrir nær hálfri öld.

Siðasta ljóðabók Hannesar, Eldhylur, kom út 1993 og eru því fjölmargir aðdáendur skáldsins orðnir langeygir eftir nýju ljóðasafni hans en greinasafn hans, Birtubrigði daganna, kom út 2002. Hann sendi frá sér safn þýðinga eftir þýska skáldið Hölderlin 1997, Lauf súlnanna.

Hannes hefur löngum verið talinn eitt höfuðskáld þjóðarinnar á síðari helmingi tuttugustu aldar. Hann kom fram við mikil fagnaðarlæti en hefur reynst þolgóður og skáldskapur hans hefur jafnan sætt tíðindum meðal ljóðaunnenda þá ný ljóð hans birtast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×