Óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. ágúst 2024 16:31 Sigríður Ásta og Snædís Lilja breyta sundlaug í leikhús. SAMSETT „Fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns verður rannsakað,“ segja sviðslistakonurnar Sigríður Ásta Olgeirsdóttir og Snædís Lilja Ingadóttir sem standa fyrir verkinu Konukroppar og umbreyta sundlaug í leikhús. Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn. Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira
Fjölbreyttum konukroppum fagnað Verkið verður frumflutt sunnudaginn 18. ágúst og er af óhefðbundari gerðinni þar sem það fer fram í sundlauginni við Brautartungu í Lundarreykjadal í Borgarbyggð. „Verkið er óður til kvenlíkamans í öllu sínu veldi; fellingar, hrukkur, appelsínuhúð, gæsahúð, skvabb, mjúkar línur, beinaber svæði. Sambandið milli kropps og vatns er rannsakað í seiðandi verki sem liggur á mörkum dans- og sviðslistar,“ segja höfundarnir. Sigríður og Snædís eru höfundar og flytjendur.Aðsend Þær eru einnig flytjendur verksins og eru báðar leikkonur auk þess sem Snædís er dansari og Sigríður söngkona. „Við stofnuðum sviðslistahópinn Gleym-mér-ei því okkur langaði svo að sameina listræna krafta okkar og nýta ólíka styrkleika og ég held að okkur sé að takast það nokkuð vel,“ segir Sigríður um samstarf þeirra Snædísar. Konukroppar verður frumflutt á sunnudag.Aðsend Líkamar í sundi Það fór ekki á milli mála að þær langaði að færa listræna krafta sína yfir í sundið. „Eins og margir Íslendingar þá förum við mikið í sund og við vorum bara rosa mikið að pæla í líkömum í sundi og upp úr sundi, hver munurinn á hreyfingum er í vatni og upp úr vatni, og sérstaklega út frá sjónarhorni kvenna. Við vildum hafa fullt af konum í verkinu og fengum alveg frábæran kvennakór til liðs við okkur, Freyjukórinn en þær verða sérstakir gestir og setja algjörlega punktinn yfir i-ið.“ segir Snædís. Sýningin hefst klukkan 17:00 sunnudaginn 18. ágúst við sundlaugina í Brautartungu. „Það er um eins og hálfs klukkustunda akstur frá Reykjavík. Mælt er með að klæða sig eftir veðri og kippa sundfötum með í töskuna,“ segja þær að lokum. Hér má nálgast nánari upplýsingar um viðburðinn.
Leikhús Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Fleiri fréttir „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Sjá meira