Handbolti

Arnór kannski í hópnum

Stýrir landsliðinu hugsanlega í síðasta skipti á morgun.
Stýrir landsliðinu hugsanlega í síðasta skipti á morgun. fréttablaðið/anton

Síðari leikur Íslands og Serbíu um laust sæti á EM í Noregi í janúar fer fram í Laugardalshöll á sunnudag og er þegar orðið uppselt. Serbarnir unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því erfitt verkefni sem bíður landsliðsins.



Arnór Atlason hefur verið að æfa með liðinu síðustu daga en hann var ekki með úti í Serbíu og eru nú einhverjar líkur á því að hann verði í hópnum. Alexander Petersson fékk högg á hnéð á æfingu í fyrradag en ætti að verða klár á morgun. Aðrir eru heilir.



„Það er mikil stemning í mannskapnum og undirbúningur hefur gengið vel. Það er hugur í mannskapnum og við ætlum okkur að klára verkefnið og við treystum á stuðning áhorfenda í Höllinni," sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari, sem er hugsanlega að stýra landsliðinu í síðasta skipti á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×