Fótbolti

Allir á völlinn

Áhorfendur þurfa að flykkjast að baki landsliðinu í dag.
Áhorfendur þurfa að flykkjast að baki landsliðinu í dag.

Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur klukkan 14 í dag mjög mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu. KSÍ setur markið hátt, stefnan er að bæta aðstóknarmetið á Laugardalsvelli á kvennalandsleik. Aðsóknarmetið er 2.974 manns sem sáu leik Íslands og Englands árið 2005.



„Við vonumst til að sem flestir mæti og styðji okkur, ég hvet alla til að mæta og sjá tvö góð lið mætast," sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari og það er ekki annað hægt en að taka undir þau orð. Aðeins 1.000 krónur kostar á leikinn en frítt er fyrir sextán ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×