Íslenski boltinn

Línur farnar að skýrast

Fjölnismenn hafa skorað 47 mörk í sumar.
Fjölnismenn hafa skorað 47 mörk í sumar. MYND/Pjetur

Fjölnir vann 4-0 sigur á KA í 1. deild karla í gær og náði með því sex stiga forskoti á Fjarðabyggð í baráttunni um þriðja sætið og það síðasta sem gefur sæti í Landsbankadeild.

Grindavík og Þróttur unnu bæði leiki sína í umferðinni og eru komin með annan fótinn í úrvalsdeildina, tíu og ellefu stigum á undan liðinu í fjórða sætinu.

Davíð Þór Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Fjölni á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik, Pétur Georg Markan kom Fjölni á sporið á 12. mínútu og Atli Viðar Björnsson innsiglaði síðan sigurinn í seinni hálfleik.

Fjarðabyggð tapaði á sama tíma 0-1 fyrir Þór á Akureyri og er að missa af lestinni enda liðið aðeins búið að ná í fimm stig af síðustu 18 mögulegum. Hreinn Hringsson tryggði Þór þrjú stig sem eru liðinu dýrmæt í fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×