Utan vallar: Total-fótboltamaðurinn sem rétti Blikakúrsinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. september 2024 10:00 Höskuldur Gunnlaugsson er markahæsti leikmaður Breiðabliks á tímabilinu. vísir/hag Breiðablik vann sjö af síðustu átta leikjum sínum í Bestu deild karla og koma á fljúgandi ferð inn í úrslitakeppnina. Ein stærsta ástæðan fyrir góðu gengi Blika að undanförnu er frammistaða fyrirliða liðsins. Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði. Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Eftir rúmlega klukkutíma í Kópavogsslag Breiðabliks og HK á sunnudaginn fengu Blikar hornspyrnu. Kristinn Jónsson tók hana og sendi inn á miðjan vítateig HK-inga þar sem fyrirliði heimamanna, Höskuldur Gunnlaugsson, kom á ferðinni og stangaði boltann í netið. Engu breytti þótt hann væri umkringdur miklu hávaxnari leikmönnum. Höskuldur með sína 173 sentímetra reis hæst, skoraði með kollspyrnu og kom Blikum í 4-2. Þeir unnu leikinn svo, 5-3. Að skora með skalla er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar Höskuldur berst í tal. En markið hans gegn HK var kannski táknrænt fyrir hversu fjölhæfur leikmaður hann er; sannkallaður Total-fótboltamaður. Svo gerir hann líka bestu laufabrauð á Íslandi. Þann 6. júlí gerði Breiðablik 2-2 jafntefli við nýliða Vestra á Ísafirði. Leikurinn gegn Vestra var jafnframt síðasti leikurinn í deildinni þar sem Höskuldur spilaði sem hægri bakvörður. Eftir Vestraleikinn færði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, Höskuld á miðjuna og þar hefur hann spilað síðan þá. Og í síðustu átta leikjum deildarinnar hafa Blikar fengið 22 stig af 24 mögulegum. Þeir enduðu í 2. sæti með 49 stig, jafn mörg og Víkingar en lakari markatölu. Höskuldur í baráttu við Gylfa Þór Sigurðsson.vísir/diego Höskuldur spilaði vel framan af tímabili og var kannski í fjórða gír. En eftir að hann var færður inn á miðjuna setti hann í fimmta gír og aðrir leikmenn fylgdu með. Breiðablik hefur unnið fimm leiki í röð, sjö af síðustu átta og þar á meðal eru gríðarlega sterkir útisigrar á Val, ÍA og KA. Blikar voru svo sem langt því frá að vera í einhverjum skítamálum framan af tímabili – eftir jafnteflið við Vestramenn voru þeir í 3. sæti, sex stigum á eftir Víkingum – en það þurfti eitthvað til að kveikja almennilega á þeim. Og það gerðist við áðurnefnda breytingu. Höskuldur er jafnvígur í vörn og sókn, skilar boltanum vel frá sér, er á fullu í níutíu mínútur og rúmlega það án þess að blása úr nös og skilar mörkum og stoðsendingum. Hann er markahæsti leikmaður Breiðabliks á deildinni með átta mörk og hefur auk þess lagt upp fimm. Samkvæmt tölfræði WyScout hafa aðeins fimm leikmenn komið að fleiri mörkum í Bestu deildinni á tímabilinu og það eru allt sóknarmenn. Flest mörk og stoðsendingar í Bestu deild karla skv. WyScout Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4) Tölfræðin fangar ekki allt það sem Höskuldur gerir inni á vellinum en hún gefur vísbendingu hversu mikil áhrif hann hefur á leiki. Að meðaltali á hann 39,6 sendingar í leik, 78,6 prósent þeirra heppnast, hann á þrjár fyrirgjafir í leik, fer 2,72 sinnum framhjá andstæðingum, vinnur 3,94 skallaeinvígi, helming þeirra tuttugu einvíga sem hann fer í og stelur boltanum 4,49 sinnum í leik. Höskuldur er þriðji leikjahæsti leikmaður Breiðabliks í efstu deild og sá næstmarkahæsti.vísir/hag Ýmislegt annað hefur þó spilað inn í gott gengi Breiðabliks á síðustu vikum en frammistaða Höskuldar. Anton Ari Einarsson hefur spilað virkilega vel í Blikamarkinu, Davíð Ingvarsson hefur komið gríðarlega sterkur inn eftir heimkomuna frá Danmörku og lagt upp sex mörk í sjö leikjum og Ísak Snær Þorvaldsson hefur hrokkið í gang eftir rólega byrjun á tímabilinu. Svo verður að minnast á þátt Halldórs sem hefur verið afar sannfærandi í frumraun sinni í efstu deild. Enginn þjálfari hefur til að mynda fengið fleiri stig (49) á fyrsta heila tímabili sínu í efstu deild en hann. En Höskuldur er sá sem gaf tóninn og hann hefur líklega verið besti leikmaður tímabilsins ásamt Viktori Jónssyni. Og það er hann sem Blikar treysta á að muni leiða liðið til þriðja Íslandsmeistaratitilsins í næsta mánuði.
Viktor Jónsson (ÍA) - 17 (16 mörk+1 stoðsending) Ari Sigurpálsson (Víkingur) - 15 (8+7) Patrick Pedersen (Valur) - 14 (13+1) Jónatan Ingi Jónsson (Valur) - 14 (11+3) Kjartan Kári Halldórsson (FH) - 14 (6+8) Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) - 13 (8+5 ) Emil Atlason (Stjarnan) - 13 (11+2) Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - 12 (9+3) Benóný Breki Andrésson (KR) - 12 (10+2) Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) - 12 (6+6) Danijel Dejan Djuric (Víkingur) - 12 (8+4)
Besta deild karla Breiðablik Utan vallar Mest lesið Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Fleiri fréttir „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn