Miðasala á Björk hefst á morgun 27. mars 2007 10:11 Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Það hefur nú verið staðfest að breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á undan Björk í Höllinni. Hot Chip hefur notið mikillar virðinga og vinsælda hérlendis sem og annarstaðar fyrir rafskottna popptónlist sína. Breiðskífa Hot Chip, The Warning, toppaði árslista margra tímarita og tónlistarspekúlanta yfir bestu breiðskífur síðasta árs og var tilnefnd til hinna eftirsóttu Mercury Music Awards. Síðustu mánuði hafa lögin "Over & Over", "And I Was A Boy From School" og "Colours" læðst af dansgólfum og börum Reykjavíkurborgar inn á helstu vinsældarlista landsins. Hot Chip þykir einstök á tónleikum, eins og einhverjir Íslendingar hafa sannreynt, en hún hefur tvisvar leikið á tónleikum hérlendis; á Iceland Airwaves hátíðinni fyrir þremur árum og í mars 2005 á skemmtistaðnum NASA í kjölfarið á heimsútgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar Coming on Strong. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í ferli Hot Chip og nú er svo komið að þeir eru fengnir til að hita upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Reykjavík, þeim fyrstu í fyrirhugaðri heimstónlistarferð til kynningar á nýrri breiðskífu; Volta. Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Tónleikaferðin sem nú er að hefjast mun vara í 18 mánuði og er þetta með lengri ferðum sem Björk hefur farið í með tónlist sína. Áhersla verður lögð að fara til heimshluta sem hún hefur ekki farið til eða langt síðan að hún heimsótti. Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og kallar hún til liðsinnis við sig marga tónlistarmenn, en þar skal fyrst telja Timbaland, Mark Bell úr LFO, Konono n1, Toumani Diabate, Min Xiao-Fen, Chris Corsano og Brian Chippendale úr Lightning Bolt. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, miðvikudaginn 28. mars, stundvíslega klukkan 12:00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar (Kringlunni, Smáralind og Laugavegi 26), BT Egilstöðum, Selfossi og Akureyrir og á www.Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Miðagjald söluaðila er innifalið í miðaverðinu. Vefsíður:www.bjork.comwww.myspace.com/bjorkwww.hotchip.co.ukwww.myspace.com/hotchipwww.destiny.is Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Björk heldur sína fyrstu tónleika hér á Íslandi í sex ár mánudaginn 9. apríl í Laugardalshöll. Þetta verða fyrstu tónleikarnir í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan þann 7. maí. Þetta verður í fyrsta sinn sem ný lög af þessari plötu munu hljóma, en á prógramminu eru líka eldri lög af fyrri plötum Bjarkar. Það hefur nú verið staðfest að breska hljómsveitin Hot Chip mun heimsækja Ísland að nýju og leika á undan Björk í Höllinni. Hot Chip hefur notið mikillar virðinga og vinsælda hérlendis sem og annarstaðar fyrir rafskottna popptónlist sína. Breiðskífa Hot Chip, The Warning, toppaði árslista margra tímarita og tónlistarspekúlanta yfir bestu breiðskífur síðasta árs og var tilnefnd til hinna eftirsóttu Mercury Music Awards. Síðustu mánuði hafa lögin "Over & Over", "And I Was A Boy From School" og "Colours" læðst af dansgólfum og börum Reykjavíkurborgar inn á helstu vinsældarlista landsins. Hot Chip þykir einstök á tónleikum, eins og einhverjir Íslendingar hafa sannreynt, en hún hefur tvisvar leikið á tónleikum hérlendis; á Iceland Airwaves hátíðinni fyrir þremur árum og í mars 2005 á skemmtistaðnum NASA í kjölfarið á heimsútgáfu fyrstu breiðskífu sveitarinnar Coming on Strong. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar í ferli Hot Chip og nú er svo komið að þeir eru fengnir til að hita upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Reykjavík, þeim fyrstu í fyrirhugaðri heimstónlistarferð til kynningar á nýrri breiðskífu; Volta. Með Björk í Laugardalshöll leika Mark Bell og Damian Taylor sem sjá um raftæki hverskonar, Chris Corsano, ungur og efnilegur trommuleikari, Jónas Sen spilar á orgel og hljómborð. Fyrir tónleikana í Höllinni og heimstónleikaferðina sem fylgir í kjölfarið hefur Björk sett saman 10 kvenna blásturleikararhóp, sem má telja harla óvenjulegt, en hann skipa: Brynja Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Harpa Jóhannsdóttir, Erla Axelsdóttir, Særún Ósk Pálmadóttir, Bergrún Snæbjörnsdóttir, Valdis Þorkelsdóttir, Sylvia Hlynsdóttir, Björk Nielsdóttir og Sigrún Jónsdóttir. Tónleikaferðin sem nú er að hefjast mun vara í 18 mánuði og er þetta með lengri ferðum sem Björk hefur farið í með tónlist sína. Áhersla verður lögð að fara til heimshluta sem hún hefur ekki farið til eða langt síðan að hún heimsótti. Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og kallar hún til liðsinnis við sig marga tónlistarmenn, en þar skal fyrst telja Timbaland, Mark Bell úr LFO, Konono n1, Toumani Diabate, Min Xiao-Fen, Chris Corsano og Brian Chippendale úr Lightning Bolt. Miðasala á tónleikana hefst á morgun, miðvikudaginn 28. mars, stundvíslega klukkan 12:00. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar (Kringlunni, Smáralind og Laugavegi 26), BT Egilstöðum, Selfossi og Akureyrir og á www.Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði en 6.900 krónur í stúku. Miðagjald söluaðila er innifalið í miðaverðinu. Vefsíður:www.bjork.comwww.myspace.com/bjorkwww.hotchip.co.ukwww.myspace.com/hotchipwww.destiny.is
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira