Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2024 12:06 Fólk á öllum aldri hlýðir hér á Elínu Hall leika listir sínar. Vísir/Sigurjón Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld. Airwaves Reykjavík Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fjöldi fólks var saman kominn á Grund klukkan tíu í morgun, þar sem hátíðin var formlega opnuð, líkt og hefð hefur skapast fyrir. Fyrst steig á svið tónlistarkonan Elín Hall, og lék fyrir gesti á öllum aldri. Allt frá leikskólabörnum og upp í okkar elsta fólk. Meðal þeirra sem hlýddu á ljúfa tóna var ráðherra menningarmála í landinu, sem segir hátiðir á borð við Airwaves afar mikilvægt framtak. „Hér eru að koma sjö til átta þúsund manns sem sækja Airwaves. Hátíðin er að halda upp á 25 ára afmæli. Þetta er frábær kynning á íslenskri tónlist, íslenskri menningu og þetta er svo vel sótt. Ég viðurkenni það að mér þykir svo vænt um Iceland Airwaves og að þetta hafi tekist í svona langan tíma. Þetta er algjörlega frábært,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Elín Hall var ekki ein um að skemmta fólki á svæðinu, því næst á svið var hljómsveitin Hjálmar.. Í spilaranum hér ofar í fréttinni má sjá svipmyndir og heyra frá opnunarathöfn hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudagskvöld.
Airwaves Reykjavík Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira