Körfubolti

Ísland burstaði Andorra

Brynjar Björnsson átti góðan leik með Íslenska liðinu í dag og skoraði 6 stig.
Brynjar Björnsson átti góðan leik með Íslenska liðinu í dag og skoraði 6 stig. Mynd/Daniel

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta byrjar vel á smáþjóðaleikunum í Mónakó. Liðið burstaði Andorra 94-65 í dag eftir að hafa verið aðeins 5 stigum yfir í hálfleik 47-42 í hálfleik. Brenton Birmingham skoraði 17 stig fyrir Íslenska liðið og þeir Páll Axel Vilbergsson og Helgi Már Magnússon 15 hvor.

Á heimasíðu körfuknattleikssambandsins segir Sigurður Ingimundarsson landsliðsþjálfari að hann hafi verið nokkuð ánægður með leik sinna manna þó þeir hafi verið nokkuð lengi í gang. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði verið ánægður með framlag ungu leikmannanna - þeirra Brynjars Björnssonar, Þorleifs Ólafssonar, Jóhanns Árna Ólafssonar og Harðar Axels Vilhjálmssonar.

Íslenska liðið mætir Lúxemburg á morgun, en Ísland hafði betur í síðustu viðureign liðanna í haust 98-76. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, fylgdist með leik íslenska liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×