Fótbolti

Nördaleikurinn á föstudaginn

Á föstudag fer fram stórleikur milli íslensku og sænsku nördanna á Kópavogsvelli - þar sem nýja stúkan verður jafnframt vígð. Landslið íslensku nördanna hyggur þá á hefndir, eftir ófarir A-landsliðsins í Svíþjóð á dögunum.

Sænsku nördarnir koma til landsins á morgun fimmtudag. Þá fá þeir tækifæri til að kynnast landi og þjóð, stunda æfingar og njósna um hina erfiðu andstæðinga. Haldin verður opin æfing á æfingasvæðinu Versölum í Kópavogi á morgun klukkan 16.30.

Strax að æfingu lokinni, eða klukkan 17.30, verður haldinn blaðamannafundur í salarkynnum Gerplu í Versölum. Leikurinn sjálfur fer svo fram föstudaginn 6. júlí á Kópavogsvelli, eins og áður sagði, klukkan 20.00.

Fimmtudagur 5. júlí

16.30 Opin æfing sænskir & íslenskir Nördar

17.30 Blaðamannafundur

Föstudagur 6. júlí

20.00 - 21.00 KF Nörd - FC Z á Kópavogsvelli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×