Íslenski boltinn

Sjónvarpssamningur eyðileggur knattspyrnuveislu

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Formaður KSÍ segir að ekki hafi verið hægt að seinka leik Íslands og Kanda vegna sjónvarpssamninga við RÚV.
Formaður KSÍ segir að ekki hafi verið hægt að seinka leik Íslands og Kanda vegna sjónvarpssamninga við RÚV. Mynd/Anton Brink

Nokkur óánægja hefur verið á meðal knattspyrnuáhugamanna á Íslandi vegna ákvörðunar KSÍ að raða niður leikjum landsliða Íslands sem fara fram í dag með svo stuttu millibili. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Vísi að þeir hafi verið í vandræðum með að raða niður leikjunum.

U21 landslið Íslands leikur gegn Kýpur í Grindavík klukkan 16:00, aðeins tveimur klukkustundum áður en íslenska A-landsliðið mætir Kanada á Laugardalsvellinum. Það gerir það að verkum að þeir sem fara til Grindavíkur geta varla farið á Laugardalsvöllinn til að horfa á A-landsliðið.

„Við vorum í klemmu," sagði Geir. „Leikur Íslands og Kanada varð að fara fram á þessum tíma vegna sjónvarpssamninga sem við höfum við RÚV. Við gátum kannski haft U21 leikinn í hádeginu en þá hefði varla nokkur maður mætt vegna þess að þá eru flestir í vinnunni."

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×