Íslenski boltinn

U-19 landsliðið heldur uppi heiðri Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari U-19 landsliðs Íslands.
Kristinn Rúnar Jónsson er þjálfari U-19 landsliðs Íslands. Mynd/Pjetur

Íslenska knattspyrnulandsliðið, skipað leikmönnum nítján ára og yngri, komst í gær áfram í milliriðla í undankeppni Evrópumeistaramótsins.

Ísland gerði sér í gær lítið fyrir og vann Rúmena, 2-0. Jósef Kristinn Jósefsson og Gylfi Þór Sigurðsson skoruðu mörk leiksins í sínum hvorum hálfleiknum.

Ísland vann bæði Rúmeníu og í Belgíu í riðlinum og urðu í öðru sæti með sex stig. Englendingar unnu í gær Belga, 3-1, og komust áfram með fullt hús stiga.

Milliriðlarnir fara fram næsta vor en úrslitakeppnin sjálf fer fram í Tékklandi næsta sumar.

Ísland verður meðal þeirra 28 liða sem verða dregin í milliriðlana sjö. Sigurvegarinn í hverjum riðli kemst áfram í úrslitakeppnina þar sem átta þjóðir keppa í úrslitunum, þar með taldir gestgjafar Tékka sem fá sjálfkrafa þátttökurétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×