Íslenski boltinn

Hermann átti að taka við fyrirliðabandinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson á æfingu íslenska landsliðsins.
Hermann Hreiðarsson á æfingu íslenska landsliðsins. Mynd/Peter Klaunzer

Fótbolti.net segir frá því í kvöld að Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hafi beðið Hermann Hreiðarsson um að taka við stöðu landsliðsfyrirliða af Eiði Smára Guðjohnsen.

Fréttin kemur í kjölfar annarrar fréttar sem birtist hér á Vísi fyrr í kvöld. Þar kemur fram að Eyjólfur fór fram á að Eiður Smári afsalaði sér fyrirliðabandinu og bað hann einnig um að tilkynna það sjálfur.

Eiður varð ekki við þeirri bón og landsliðsþjálfarinn gerði ekkert frekar í málinu.

Fótbolti.net segir einnig að tveir leikmenn landsliðsins hafi læðst út að næturlagi eftir leik Íslands og Spánar þann 8. september. Einnig að einn eða fleiri leikmenn hefðu farið út að skemmta sér um kvöldið eftir leikinn gegn Lettunum.

Frétt fótbolta.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×