Handbolti

Stjarnan sló út HK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Örn Árnason reynir að komast framhjá Sergey Petraitis.
Heimir Örn Árnason reynir að komast framhjá Sergey Petraitis. Mynd/Eyþór

Fimm leikjum er lokið í dag í 16-liða úrslitum SS-bikarkeppni karla í handbolta. Stjarnan sló út HK í spennandi leik.

Stjarnan hafði forystu, 24-23, þegar HK fékk tækifæri að jafna leikinn úr síðustu sókninni. Það tókst HK-ingum ekki og urðu þetta því lokatölur leiksins.

Valur, Akureyri, Afturelding 2, Fram og Þróttur úr Vogum eru einnig komin áfram í fjórðungsúrslit.

Athygli vekur að Afturelding 2 er komið áfram í fjórðungsúrslit en „Júmboys" eins og liðið er kallað lagði Fram 2 á föstudaginn. Þar áður lagði það aðallið ÍBV í 32-liða úrslitum.

Úrslitin til þessa:

Afturelding 2 - Fram 2 33-31

Haukar 2 - Valur 23-33

ÍR - Akureyri 22-24

Fram - Afturelding 30-21

Víkingur 2 - Þróttur, Vogum 27-35

Leikjum sem er ólokið:

Víkingur - Grótta (mánudag klukkan 19.00)

ÍR 2 - Haukar (mánudag klukkan 18.45)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×