Íslenski boltinn

Eyjólfur valdi 44 leikmenn - hvað gerir Ólafur?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eyjólfur Sverrisson tilkynnir síðasta landsliðshópinn sinn.
Eyjólfur Sverrisson tilkynnir síðasta landsliðshópinn sinn. Mynd/E. Stefán

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari mun klukkan 13.00 tilkynna val sitt á sínum fyrsta landsliðshópi síðan hann tók við starfinu af Eyjólfi Sverrissyni.

Eyjólfur stýrði liðinu í fimmtán leikjum og valdi samtals átta leikmannahópa. Alls valdi Eyjólfur 44 leikmenn í landsliðið á þessum tíma sem spannaði tæp tvö ár.

Forvitnilegt verður að sjá hvort að Ólafur ætli að nota marga af fastamönnum landsliðsins undir stjórn Eyjólfs eða kynni einhverja nýja leikmenn til sögunnar.

Einungis einn leikmaður, Ívar Ingimarsson, var í byrjunarliðinu í öll þau skipti sem Eyjólfur stýrði íslenska landsliðinu.

DV greindi frá því í morgun að samkvæmt sínum heimildum væri Ívar ekki í leikmannahópi Ólafs í dag.

Tver leikmenn hafa misst af einum leik, það eru þeir Árni Gautur Arason og Grétar Rafn Steinsson.

Næstir koma Emil Hallfreðsson með ellefu leiki (þar af tíu í byrjunarliði), Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson sem hafa leikið tíu leiki hvor.

Brynjar Björn Gunnarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa einnig leikið tíu leiki en þar af níu í byrjunarliði.

Fjórir leikmenn voru alltaf valdir í leikmannahóp Eyjólfs. Þeir eru Ívar, Grétar Rafn, Brynjar Björn og Daði Lárusson. Sá síðastnefndi kom við sögu í tveimur leikjum en báðir voru vináttulandsleikir.

Þeir leikmenn sem eiga fimm eða fleiri landsleiki í byrjunarliði undir stjórn Eyjólfs eru eftirtaldir:

14

Ívar Ingimarsson

13

Grétar Rafn Steinsson

Árni Gautur Arason

10

Emil Hallfreðsson

Hermann Hreiðarsson

Jóhannes Karl Guðjónsson

9

Brynjar Björn Gunnarsson

Eiður Smári Guðjohnsen

8

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

7

Arnar Þór Viðarsson

Kristján Örn Sigurðsson

Kári Árnason

6

Indriði Sigurðsson

5

Hannes Þ. Sigurðsson

Ragnar Sigurðsson

Þeir leikmenn sem voru fimm sinnum eða oftar valdir í landsliðshópinn undir stjórn Eyjólfs:

9

Ívar Ingimarsson

Grétar Rafn Steinsson

Brynjar Björn Gunnarsson

Daði Lárusson

8

Árni Gautur Arason

Eiður Smári Guðjohnsen

Arnar Þór Viðarsson

Kristján Örn Sigurðsson

Veigar Páll Gunnarsson

7

Emil Hallfreðsson

Hermann Hreiðarsson

Jóhannes Karl Guðjónsson

Kári Árnason

6

Gunnar Heiðar Þorvaldsson

Indriði Sigurðsson

Hannes Þ. Sigurðsson

Hjálmar Jónsson

5

Stefán Gíslason

Ólafur Örn Bjarnason




Fleiri fréttir

Sjá meira


×