Fótbolti

Riðill U17-landsliðs karla leikinn á Íslandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Í gær var dregið í undankeppni Evrópumeistaramóts U-17 og U-19 landsliða karla í knattspyrnu. Riðill yngra liðsins verður leikinn á Íslandi í lok september.

Um er að ræða undankeppni fyrir úrslitakeppni EM sem fer fram sumarið 2009.

U-17 liðið drógst í riðil með Sviss, Noregi og Úkraínu. Leikdagar eru 24., 26. og 29. september á næsta ári en ekki er búið að ákveða leikstaði.

U-19 liðið er í riðli með Svíþjóð, Austurríki og Makedóníu en riðillinn verður leikinn í síðastnefnda landinu. Leikdagar eru 11., 13. og 16. október.

Í gær var einnig dregið í milliriðla í undankeppni EM 2008 þar sem íslenska U-19 landsliðið er á meðal þátttakenda. Sigurvegarinn í riðlinum kemst í úrslitakeppnina en Ísland er með Ísrael, Búlgaríu og Noregi þar sem riðillinn fer fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×