Menning

Ljóðskáld, kórar og rapparar

Brad segir alls konar fólk mæta á Open mike-kvöldin á Q-bar. Hljóðneminn er laus í kvöld.
Brad segir alls konar fólk mæta á Open mike-kvöldin á Q-bar. Hljóðneminn er laus í kvöld.

Á barnum Q-bar á Ingólfsstræti eru haldin vikulega svokölluð Open mike-kvöld þar sem fólk getur mætt og látið ljós sitt skína á sviðinu. Kvöldin hafa hingað til verið haldin á tveggja vikna fresti en vegna vinsælda verða þau haldin vikulega nú í sumar.

„Mér fannst of lítið um að vera á virkum dögum og fannst tími til kominn að breyta því og fékk þá hugmyndina að Open mike-kvöldunum,“ segir Brad Houldcrost, skipuleggjandi kvöldanna. Brad segir alls konar fólk sækja þessi kvöld og að allt sé leyfilegt. „Hingað kemur til dæmis fólk og les ljóð eða syngur lög eftir sjálft sig, rapparar eru einnig duglegir að mæta. Í síðustu viku kom meira að segja gospelkór og söng,“ segir Brad.

Til þess að vera með segir Brad fólk einungis þurfa að mæta á staðinn og skrá nafn sitt á lista og svo sé það kallað upp á svið þegar tími þess í sviðsljósinu er kominn. „Við vildum hafa þetta einfalt og afslappað og fólk á að hafa gaman af þessu.“ Open mike-kvöldin eru haldin á þriðjudögum og hefjast klukkan 22.00. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×