Tónlist

Hnotubrjótssvíta og Diddú

Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona syngur í ráðhúsinu í kvöld.
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona syngur í ráðhúsinu í kvöld.

Stórsveit Reykjavíkur heldur árlega jólatónleika sína á morgun kl. 20.30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tvö verkefni eru á dagskrá. Annars vegar flytur Stórsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tsjaíkovskí í þekktri útsetningu Duke Ellington og Billy Strayhorn frá árinu 1960. Hins vegar kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir - Diddú - fram sem einsöngvari með sveitinni í fyrsta sinn og syngur nýjar jólaútsetningar eftir tvo hljómsveitarmeðlimi, Stefán S. Stefánsson og Kjartan Valdemarsson.

Hún sest þá í röð þekktra söngvara íslenskra sem lagt hafa stórhljómveitinni lið, en skammt er síðan Ásbjörn Kristinsson söng með bandinu. Stjórnandi á þessum tónleikum er Sigurður Flosason. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir en meginstyrktaraðili hljómsveitarinnar er Reykjavíkurborg. - pbb
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×