Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar: Sáttur við nýju peyjana

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gunnar Heiðar í landsleik.
Gunnar Heiðar í landsleik.

Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir leik gegn Noregi í undankeppni HM sem verður þann 6. september.

„Mér líst mjög vel á þennan leik og er fullur tilhlökkunar. Andinn í hópnum er mjög fínn," sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, sóknarmaður Íslands, í samtali við Vísi í dag.

Gunnar sagðist nánast ekker vita um mótherja morgundagsins. „Ég hef eiginlega ekki hugmynd! En þetta er nú fyrrum Sovétríki svo maður giskar á að þeir séu góðir að halda boltanum og séu með fína tækni. Við vonumst bara eftir góðum leik."

Ákveðin kynslóðaskipti hafa verið í íslenska landsliðshópnum en ekki er langt síðan Gunnar Heiðar var í sömu sporum og nýliðarnir í dag. „Maður tekur eftir því með hverjum hópnum sem er valinn að maður er að eldast. Það koma kynslóðaskipti hvar sem er og ég er mjög sáttur við þessa peyja sem eru að koma inn. Þeir eiga framtíðina fyrir sér," sagði Gunnar.

„Það styttist í alvöruna og við mætum Noregi í fyrsta leik í undankeppninni. Þá mæti ég á minn gamla heimavöll og það verður ekkert nema snilld."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×