Íslenski boltinn

Íslensku unglingaliðin spila í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í byrjunarliði Íslands í dag.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er í byrjunarliði Íslands í dag.

U-19 landslið kvenna og U-17 lið karla leik bæði í undankeppnum Evrópumóta í sínum aldursflokkum í dag.

U-19 liðið mætir í dag heimamönnum í Ísrael í riðli Íslands í undankeppni EM sem fer fram á næsta ári. Leikurinn hefst klukkan 13.00 að íslenskum tíma.

Riðill strákanna fer fram hér á landi og verður Sviss fyrsti mótherji Íslendinganna. Leikið verður á Akranesvelli og hefst leikurinn klukkan 16.00.

Úkraína og Noregur eru einnig í riðlinum og mætast á sama tíma á Grindavíkurvelli.

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U-19 liðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Ísrael í dag.

Markvörður: Nína Björk Gísladóttir

Hægri bakvörður: Andrea Ýr Gústavsdóttir

Vinstri bakvörður: Hrefna Ósk Harðardóttir

Miðverðir: Elínborg Ingvarsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir

Tengiliðir: Arna Sif Ásgrímsdóttir og Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Sóknartengiliður: Dagný Brynjarsdóttir

Hægri kantur: Íris Ósk Valmundardóttir

Vinstri kantur: Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Framherji: Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði






Fleiri fréttir

Sjá meira


×