Körfubolti

Ég skal spila í Rússlandi fyrir 3 milljarða á ári

Kobe Bryant útilokar ekki að spila í Evrópu - fyrir rétt verð
Kobe Bryant útilokar ekki að spila í Evrópu - fyrir rétt verð AFP

Nokkuð hefur borið á því að undanförnu að leikmenn sem spilað hafa í NBA deildinni í körfubolta hafi flutt sig um set og samið við félög í Evrópu. Kobe Bryant hjá LA Lakers segist ekki útiloka að spila í Evrópu - fyrir rétt verð.

Á dögunum spurðist það út að forráðamenn gríska liðsins Olympiakos væru að íhuga að bjóða LeBron James hjá Cleveland Cavaliers himinháar upphæðir í laun fyrir að koma til Evrópu að spila þegar hann verður með lausa samninga árið 2010.

Þá hefur það valdið nokkru fjaðrafoki að bandaríska körfuboltakonan Becky Hammon hafi ákveðið að leika með rússneska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking.

Kobe Bryant tók ekki illa í hugmyndina í viðtali sem tekið var við hann í æfingabúðum bandaríska landsliðsins í Kína í gær.

"Auðvitað myndi ég skoða það," sagði Bryant þegar hann var spurður hvort til greina kæmi fyrir hann að skoða tilboð frá t.d. Rússlandi.

"Ef þú ert útsendari liðs frá Rússlandi - getum við kippt þessu í liðinn fyrir 3,2 milljarða á ári," sagði Bryant.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×