Körfubolti

KKÍ mun skoða þetta mál

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er hér fyrir miðju.
Hannes Jónsson, formaður KKÍ, er hér fyrir miðju. Mynd/E. Stefán

Hannes Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir í samtali við Vísi að sambandið muni bregðast við fullyrðingum Damon Bailey.

Bailey, sem hefur leikið körfubolta hér á landi undanfarin fjögur ár, sagði í samtali við Vísi í dag að engin gögn væru að finna um að launagreiðendur hans hefðu greitt tekjuskatt af launum hans á meðan veru hans stóð hér.

Hannes sagði að sambandið hefði enga vitneskju um að íslensk félög hafi hingað til ekki staðið í skilum á skattgreiðslum og öðrum launatengdum gjöldum.

„Enda höfum við engin tæki eða tól til að fylgja slíku eftir. Við munum skoða þetta mál og ég mun setja mig í sambönd við félögin vegna þessa."

Hann sagði enn fremur að sambandið hefði unnið að málum er við kæmu erlendum leikmönnum hér á landi. „Við höfum átt gott samstarf við opinbera aðila og þá ekki bara að launatengdum málum heldur öllu því er varðar erlenda leikmenn hér á landi."






Tengdar fréttir

Yfirlýsingar að vænta frá Grindavík

Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þau ummæli sem Damon Bailey hafði við Vísi í dag.

Bailey: Engar skattgreiðslur á fjórum árum

Körfuknattleiksmaðurinn Damon Bailey segir að engin gögn séu að finna um að tekjuskattur hafi verið greiddur af launum hans á þeim rúmum fjórum árum sem hann lék körfubolta hér á landi.

Njarðvíkingar segja fullyrðingar Bailey rangar

„Þetta er bara ekki rétt. Við getum sýnt fram á að við stóðum í skilum með okkar greiðslur,“ sagði Sigurður H. Ólafsson, formaður körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×