Íslenski boltinn

U21 landsliðið mætir Noregi

Elvar Geir Magnússon skrifar
Hallgrímur Jónasson er í hópnum.
Hallgrímur Jónasson er í hópnum.

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur leika tvo vináttulandsleiki. Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst næstkomandi en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Leikstaðir verða ákveðnir þegar nær dregur leikdögum.

Næsta verkefni hjá U21 karlalandsliði okkar er hinsvegar vináttulandsleikur við Norðmenn en sá leikur fimmtudaginn 12. júní og verður leikinn á hinum nýja Vodafonevelli.

Fótbolti.net birti í dag leikmannahóp íslenska liðsins fyrir þann leik en hópinn má sjá hér að neðan. Uppistaðan að þessu sinni eru leikmenn er leika hér heima. Þeir leikmenn sem leika í Evrópu, þar sem víðast hvar stendur yfir sumarfrí, fá frí í þetta skiptið.

Markmenn

Atli Jónasson (Haukar)

Ögmundur Kristinsson (Fram)

Varnarmenn

Arnór Aðalsteinsson (Breiðablik)

Eggert Rafn Einarsson (KR)

Guðmundur Reynir Gunnarsson (KR)

Heimir Einarsson (ÍA)

Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)

Hólmar Örn Eyjólfsson (HK)

Miðjumenn

Birkir Bjarnason (Bodö Glimt)

Hallgrímur Jónasson (Keflavík)

Haukur Páll Sigurðsson (Þróttur)

Heiðar Geir Júliusson (Fram)

Jón Vilhlem Ákason (ÍA)

Matthías Vilhjálmsson (FH)

Sóknarmenn

Guðjón Baldvinsson (KR)

Hjálmar Þórarinsson (Fram)

Jóhann Berg Guðmundsson (Breiðablik)

Rafn Andri Haraldsson (Þróttur)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×